JK

Í stofunni eru fleiri tugir bóka sem ég hef aldrei lesið - bara keypt. Ein af þeim er Big Sur eftir Jack Kerouac sem ég byrjaði svo loksins að lesa í gær. Mér finnst líklegt að ég hafi keypt hana fyrir Ameríkutúrinn í hittiðfyrra en ég ætlaði að spandera nokkrum dögum í göngutúra við Big Sur.  Af hverju? Jú, Beach boys sungu um þennan stað á plötunni Holland.

En ég hætti við það. Eyddi frekar lengri tíma í Lee Vining í N-Kalíforníu.

Ég er ekki kominn langt með hana. Hún liggur opin fyrir framan mig á blaðsíðum 34/35. Í inngangi segir að JK hafi verið “ljúfur” rithöfundur (eða “tender”) og að hvergi sé að finna nokkra árásargirni í garð náungans í bókunum hans. Ég er sammála. Þegar maður eyðir megninu af þeim tíma sem maður gefur sér til lesturs í blogg og dagblöð er góð tilbreyting að lesa menn eins og Kerouac.

Með líferni sínu sýndi JK að yfir honum var lítið kyrrð í raun. En í bókunum hans má stundum finna svo mikla friðsæld að manni langar að leggja öll skylduverk frá sér, setjast útá svalir, kveikja sér í vindli og drekka sig fullan. Gefa skít í þetta búrgeisalíferni með sínum eindögum og skilafrestum.

Tóndæmi:

Summer afternoon -

Impatiently chewing

The Jasmine leaf

Þessa hæku samdi JK á bls. 34 rétt eftir að hafa lagað sér te. Mig langar til að breyta henni aðeins svo hún henti mér betur:

Summer afternoon -

Patiently chewing

The Jasmine leaf

Svona. Þetta er nokkuð ljúft.

Fært undir Óflokkað.

Ein ummæli við “”

  1. SUMAHAMA ritaði:

    Ekki má gleyma að í þessu Beach Boys lagi sem er að finna á plötunni Holland er tilvísun í ferðabók eftir John Steinbeck; Travels With Charley. Charley var hundur Steinbecks.

«

»