Bömmer

Æi, já. Ég gleymdi að segja ykkur að léttpönkaði dreifbýlisblúsinn Nesk fékk ekki styrk frá menningarnefnd Fjarðabyggðar. Fíflin ákváðu í staðinn að styrkja fyllerís- og málfundafélagið og/eða “aldrei fór ég suður”-sjálfshjálparhópinn Brján í fimmtánda skipti. Já, og hið framsækna Félag harmonikkuunnenda fær hundrað þúsund kall eða eitthvað. Er ég svekktur? Auðvitað! Ég er nú bara human after all!!!

Útgáfa Nesk er sumsé offísjallí í uppnámi. Hvað ætlar umbinn að gera núna? Ætlar hann að fara heim til bæjarstýrunnar í Fjarðabyggð og kvarta? Ætlar hann að standa fyrir utan Tónspil og mótmæla? Ætlar hann í hungurverkfall? Ha? Umbi?

Ahhh…fíla mig loksins eins og hin menningarlegu úrhrökin á Austurlandi sem fá aldrei styrk, fá aldrei bitling. Líkt og þau ætla ég að kenna kommunum í Neskaupstað um allt. Byrja strax á morgun. Stay tuned.

Fært undir Óflokkað.

16 ummæli við “”

 1. Eg. ritaði:

  Það er svona að vera á hægra brjóstinu á yfirvaldinu. Ólíklegt er þó að “gildir limir” í klúbbnum hafi þrýst þar á. Eða er það?

 2. Valdi ritaði:

  Það þýðir ekkert að vera svektur þó þú hafir ekki verið í Súellen. Enga hræðslu, Þessi bók á eftir að mokk seljast. ég kaupi allavega 2-3 til að gefa í jólagjöf :-)

 3. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Eg: Nei, ætli það, þeir þurfa þess ekki. En voðalega finnst þeim Brján alltaf vera gera skemmtilega hluti. Einu sinni sat ég í stjórn Brján og “menning” er ekki það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég lít til baka. Við vorum meira svona í því að hittast og drekka kaffi. Já, og svo rifumst við um Rokksjóvið. Þetta var auðvitað gaman en sennilega vorum við ekki að búa til menningu nema þá í víðum skilningi þess orðs.

  En kannski hefur þetta breyst. Kannski er Brján aftur orðið að drifkrafti norðfirsks tónlistarlífs eins og það var (eða svo er manni sagt allavega). Miðað við hvað þessu félagi er skammtað af opinberu fé árlega þá bara hlýtur svo að vera.

  Valdi: Nei, það þýðir ekkert. Vil samt að þú vitir, Valdi minn, að ég spilaði undir á fyrsta demói Súellen af The Dallas tapes. Hvað hefur þú gert? (Ég reiknaði nú með því að þú keyptir tíu stykki…)

 4. Björgvin Valur ritaði:

  Hvert verður viðfangsefni Brján í ár? Norðfiskir tónlistarmenn sem hafa meikað það og sest síðan í bæjarstjórn og stjórnir menningarsjóða bæjarins?

 5. Stefán ritaði:

  Nú skellir Umbinn bara stórum gulum borða á forsíðuna: “Bókin sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð vildu ekki að kæmi út!”

  Það tryggir metsölu…

 6. Jóhanna ritaði:

  Synd. Synd segi ég!

 7. Valdi ritaði:

  Ég hef verið nokkrum sinnum Ljósamaður fyrir þá. Ekki hefði ég viljað trromma þetta sem þú trommaðir með Súellen svo var það nú bara nett grín. Svo get ég nú sagt þér gleði fréttir að það er rúmlega 1 ár síðan að Rokkshowið varð fjárhagslega sjálfstætt batterí. En er samt kynt á vegurm brján. Þú hefur sennileg aekki fengið styrkinn vegna þess að þú ert búsettur uppá Egilsstöðum, og það skill ég alveg.
  Gangi þér vel með bókina, Bíð spenntur

 8. Umbi ritaði:

  Nákvæmlega, þetta verður póllinn sem í hæðina (eða lágmenningarlægðina) verður tekinn:

  “Bókin sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð vildu ekki að kæmi út!”

  Spurning með titilinn: Egl í staðinn fyrir Nesk? Eða Egils og fá spons frá Ölgerðinni (Egils Gulli altso, hvað ætli þú hafir nú drukkið mikið af því sulli ævina!?).

 9. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Það gleður mig að búið sé að aðskilja rokkveisluna frá Brján enda var þessi sýning búinn að sjúga allt líf úr þessum félagsskap. Er þá rokkveislan að fá styrk frá Menningarráði Austurlands síðar í dag en ekki Brján? Eða er Brján að fá styrk sem rennur svo að stórum hluta til rokkveislunnar? Hvurnig er það?

  Sko, varðandi þetta með það af hverju ég fékk ekki styrk. Ég vona að ég hafi ekki fengið styrk vegna þess að menningarnefndin vildi einfaldlega styrkja eitthvað annað - það er bara allt í lagi mín vegna. Ég vona hinsvegar að þar komi búseta mín málinu ekki við enda væri það heimskulegt. Ætti ekki Fljótsdalshérað að styrkja Smára Geirs ef hann fengi nú allt í einu þá flugu í höfuðið að skrifa sögu sveitarfélagsins? Eða ætti Fljótsdalshérað að hafna honum vegna þess að hann býr í Neskaupstað? Auðvitað ekki. Bókin mín heitir Nesk. Þannig að…

  Burt séð frá þessu þá getur maður alveg haft skoðun á því hverjir fá þessa styrki án þess að maður sé eitthvað bitur, svekktur eða öfundsjúkur. Mér finnst einfaldlega að Brján fái full stóran bita af kökunni svona miðað við framlag þeirra til menningarstarfs á Austurlandi. Ég er ekki einn um þessa skoðun.

  Og Valdi, þetta er ekkert persónulegt. Ég þekki þig og alla hina og fíla ykkur í botn. Þannig að: Ekki fara í fýlu.

  Takk. Bókin gengur vel. Þú færð áritað eintak.

 10. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Umbi og Stefán: Segjum líka að Alcoa hafi hafnað beiðni um útgáfustyrk og þá erum við komnir með bannerinn: “Bókin sem yfirvöld Fjarðabyggðar og Alcoa vildu ekki að kæmi út!”

  Þannig gulltryggjum við áhuga kaupenda Draumalandsins…

 11. Valdi ritaði:

  Auðvitað var ég að grínast með Búsetuna, En Brján fékk styrk og Showið sem 1 sér eining. Ertu búinn að fara fram á syrk við sveitafélagið sjálft? eða ert búinn að tala við Landsvirkjun, þeir styrkja allan anskotan.

  p.s. Enginn fýla við er Buddy´s

 12. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Ég sá það. Núna verður þetta Rokkveisla Helga Gogga. Mér líst vel á það.

 13. Jón Hilmar ritaði:

  Æ takk fyrir Knútur. Það er alltaf gaman að lesa svona þegar það er fallega meint;-)

 14. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Ekkert að þakka.

 15. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Æi, Jón minn. Mér finnst eins og ég hafi móðgað þig, minn gamla vopnabróður, en orðum mínum var beint að Brján en ekki þér - ekki það sama skilurðu. Þetta var skrifað í tímabundinni fýlu útí allt og alla en í dag skín sólin skært og mér gæti ekki verið meira sama um hver fær styrk og hvers vegna. Hafðu það gott, væni.

 16. Bjarni Freyr Ágústsson ritaði:

  Það er ekki oft sem fýkur í mig við að lesa bloggsíður og allra síst þegar ég er inn á síðum æskufélaga en nú verð ég að segja að mér er öllum lokið, svona skrifum átti ég ekki von á frá þér.
  Brján er samkvæmt þinni söguskoðun fyllerís og kjaftaklúbbur þeirra sem dreymir um að meika það í Reykjavík, stjórnarseta felst í því að drekka kaffi og rífast um rokkshow ekki að gera neitt sem tengist menningu. Síðan segirðu að miðað við styrki af opinberu fé eigi Brján að vera drifkraftur norðfirsks tónlistarlífs og ýjar að því að svo hafi aldrei verið. Í lokin kemur svo gleðiyfirlýsing hversu gott það sé að klúbburinn og rokkshowin séu orðin aðskilin þar sem sýningarnar séu að drepa félagsskapinn og gefur í skyn að styrkir klúbbsins séu að stórum hluta notaðir til að fjármagna rokkveislurnar.
  Mér er þetta mál nokkuð skylt sem fyrrverandi formaður Brján, þáttakandi og skipuleggjandi í hinum ýmsu verkefnum en úff ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, kannski þó á fylleríi og suðurþrá félagsmanna.
  Svona ummæli dæma sig nú bara sjálf ég veit ekki hvort þú ert að grínast (vona það) eða að vísa eitthvað í eigin langanir alla vega skil ég ekki hvaðan þetta er komið og finnst þetta satt að segja einstaklega ósmekkleg ummæli, sérstaklega í ljósi þess að flestir sem þú ert þarna að kalla fyllibyttur og wannabe poppstjörnur þar með talinn ég sjálfur eiga að heita góðvinir þínir.
  Hvað varðar þína stjórnarsetu get ég náttúrlega ekki dæmt um en ef stjórnarfundir fóru eingöngu í kaffiþamb og riflildi um rokkveislur segir það sig sjálft að sú stjórn hefur ekki verið starfi sínu vaxin eða misskilið hlutverk sitt. Sú stjórn sem ég þekki til stóð fyrir margvíslegum menningarviðburðum svo sem djass og blústónleikum með hinum ýmsu tónlistarmönnum fyrir utan félagskvöld, tónatitringa og rokkveislur einnig má nefna Neistaflugslagakeppni að ógleymdu Neistafluginu sjálfu, fleira væri hægt að tína til.
  Þessi lýsing þín á stjórnarstörfum Brján virðist því vera hálfgert heimaskítsmát og slappur vitnisburður um eigin frammistöðu frekar en sannleikur um það starf sem unnið hefur verið í klúbbnum gegnum árin.
  Hvort Brján er drifkraftur í norðfirsku tónlistarlífi má eflaust hafa sínar skoðanir á en að ýja að því og gefa í skyn að klúbburinn hafi aldrei haft frumkvæði eða staðið fyrir viðburðum sem neitt vit sé í er ekkert annað en rakalaust bull og fyrir neðan þína virðingu að halda fram, það yrði langur listi ef farið væri í að telja upp þá sem komið hafa fram á viðburðum Brján og margir hverjir stigið þar sín fyrstu spor á sviði.
  Í sambandi við meðferð styrkja þá er í fyrsta lagi ekkert óeðlilegt að fá styrk til að setja upp rokkveislu frekar en leiksýningar, myndlistasýningar eða hvað annað.
  Í öðru lagi hélt ég að þú vissir að í fjöldamörg ár fór ekki króna af styrkjum í rokkveislurnar menn gáfu þar alla sína vinnu og ágóðinn fór í að byggja upp húsnæði klúbbsins, tækjakaup og fleira, ekki má heldur gleyma því að klúbburinn hefur borgað upp tap Neistaflugs sem er ekki lág tala þannig að halda því fram að bróðurpartur af styrkveitingum til klúbbsins hafi farið í rokkveislurnar er ekki rétt.
  Í sambandi við að rokkveislurnar séu að sjúga allt líf úr þessum klúbb þá má vel vera að þær séu orðnar of stór partur af starfseminni, en að halda því fram að þær séu að drepa félagið er alger firra og blaut tuska framan í þá menn sem hafa spilað frítt og gefið sína vinnu í mörg mörg ár til að safna peningum og byggja upp aðstöðu fyrir þennan félagsskap. Það er alveg vitað mál að þeir sem spila í rokkveislunum eyða í það miklum tíma og eru kannski ekki tilbúnir endalaust í fleiri verkefni en þá spyr ég á móti eru ekki fleiri í klúbbnum, þá kemur að hlutverki stjórnar að virkja fleiri og standa fyrir viðburðum, ef stjórnin er bara í því að drekka kaffi og rífast um rokkveislurnar þá er ekki nema von að starfsemin sé ekki mikið meiri heldur en showin, en að draga þá snilldarlegu ályktun að það sé vegna þess að Brján haldi þessar rokkveislur er vægast sagt undarlegt, fyrir utan það ef menn skoða hvað félagið hefur gert þá eru rokkveislurnar bara hluti af þeirri flóru, þó annað mætti skilja af skrifum þínum sem reyndar eru þó bara að lýsa starfi þeirrar sjórnar sem þú sast í sjálfur.
  Að lokum ætla ég bara að segja, ég skil alveg að þú sért fúll yfir að fá ekki styrk frá menningarnefnd ég er sjálfur í verkefni sem sótti um en fékk ekkert og er frekar fúll yfir því, en að taka fýluna út með því að gera lítið úr og hæðast að öðrum sem fengu úthlutað er eitthvað sem ég bjóst ekki við að þú ættir til. Að þú skulir af öllum þeim sem fengu styrk velja Brján til að drulla yfir finnst mér óskiljanlegt, bæði vegna þess að klúbburinn á það ekki skilið og ekki síður vegna þess að tónlistarkjarni félagsins eru menn sem hafa verið þínir vinir og spilafélagar, það gerir þessi skrif enn undarlegri.
  Bjarni Freyr Ágústsson