Tilkynningarskylda blokkaríbúa eða sektarkennd manns sem er enn í náttsloppnum klukkan hálf tvö

1. Og þá vil ég segja við starfsmann Kaupfélagsins, sem þóttist hafa gómað mig í ávaxtadeildinni í gærmorgun við að borða uppúr vínberjakassanum, að um leið og hann hvatti mig með orðunum “það eruð menn eins og þú sem haldið verðinu uppi” gekk ég rakleiðis að afgreiðslukassanum og keypti vínberjaklasann sem ég tók sýnishornið úr og borgaði fullt verð fyrir hann. Ég er enginn þjófur. Þá keypti ég líka eintak af Austfirskum draugasögum sem enginn kaupir. Það gerði ég af góðmennskunni einni saman.

2. Ég vil líka nota tækifærið og koma því áleiðis til nágranna minna að lyftan er ekki leiktæki fyrir börnin ykkar.

3. Ég er aukinheldur ósáttur við umgengnina fyrir utan húsið. Viljiði vinsamlegast drepa í sígarettunum ykkar í þar til gerðu stubbahúsi. Kaupvangur 41 lyktar orðið eins og Hlemmur daginn eftir menningarnótt. Sveiattan!

Fært undir Óflokkað.

6 ummæli við “Tilkynningarskylda blokkaríbúa eða sektarkennd manns sem er enn í náttsloppnum klukkan hálf tvö”

 1. Valdi ritaði:

  Jón mér finst þú ekki nógu beittur við fólk. Meiri ákveðni Jón.
  og hanann nú

 2. SUMAHAMA ritaði:

  Er lyfta á Egilsstöðum?

 3. skotta ritaði:

  takk fyrir að versla draugasögurnar, nú eru seld eintök kominn að minnsta kosti í tveggja stafa tölu.

 4. Stefán ritaði:

  Strangt til tekið borgaðir þú ekki fullt verð fyrir vínberjaklasann - því þú ást af honum ÁÐUR en hann var vigtaður og verðlagður við kassann. Staðhæfing verslunarmannsins er því góð og gild.

 5. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Fast verð, Stefán! Fast verð á tilboðsvínberjum!

 6. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Og áður en þú sest í dómarasætið skaltu ekki gleyma bókinni sem ég keypti!