Þorir á meðan aðrir þegja!

Þættinum hefur borist bréf frá blaðamanninum Helga Seljan en vaxmynd af honum sást borða köku á einhverri forsíðunni fyrir stuttu:

Fyrirgefðu Jón en þessi tweed jakki er á þér eins og leðurjakki á Gísla Marteini.Raggi Bjarna hefði aldrei sungið “flottur jakki - tweed, tweed, tweedili-dí” ef þessi hefði verið kominn fram þá.

Var það ekki örugglega þú sem eyddir hálfu kvöldi í að minniháttast yfir frakkanum mínum sem þér fannst full stórveldislegur ef ég man rétt.

Tek ekki afstöðu til svipsins; en hann minnir mig á svipinn á ónefndum fyrrum útvarpsmanni á Aðalstöðinni; þar sem hann stóð og beið þess að fá dóm fyrir að hafa gert full mikið úr fantasíum sínum - sem snerust aðallega um börn undir fermingaraldri og MSN-spjall forritið.

Er skeggið teiknað á þig eftirá?

Það besta við þessa mynd er blokkinn, jú og myndasmiðurinn.

Sem sagt: Myndavélin snýr í vitlausa átt!

Fært undir Óflokkað.

6 ummæli við “Þorir á meðan aðrir þegja!”

 1. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Helgi, þú minntir mig bara á Göbbels í honum. Engin minnimáttarkennd þar.

 2. Helgir Seljan ritaði:

  Þó þú fáir ekki sex laga köku, þriggja tíma smink og ómældar vinnustundir í photo-shop, þarftu ekki að ráðast á Göbbels-jakkann!!!

  Sjáðu hvað þú ert búinn að gera; nú er nafnið orðið fast við hann!!!!

 3. Umbi ritaði:

  Þú sérð hvað Seljaninn segir, - átt að hlusta á Umbann.

  Umbarassaumbarassaumbarassaumb.

  Sagði hann ekki circa: „týpískt sjöhundruðogsúrkál wannabe hundraðogeinn Reykjavíkur kaffihúsaskáld með skegg og hommaleg gleraugu“?

  Af nærgætni talaði ég ekki um jakkann.

 4. Umbi ritaði:

  Eftirlætiskvótinn:

  „Er skeggið teiknað á þig eftirá?“

 5. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Ertu að drekka?

 6. Umbi ritaði:

  Hikk!