Opið bréf til Bjarna

Sæll Bjarni!

Það gleður mig að þú skulir hafa eytt svona miklu púðri í svara þessari litlu en greinilega áhrifaríku færslu - I feel honored, eins og Tjallinn segir. Ég veit hinsvegar eiginlega ekki hvernig ég á að svara þér. Á ég að tala við Bjarna eða á ég að tala við Brján? Af orðum þínum að dæma þá virðist það vera persónuleg árás á þig, Jón Hilmar, Malla, Vidda, svo maður minnist ekki á meistara Ágúst, Geir Sigurpál (the enfant terrible) eða Jóa Steina þegar maður segir eitthvað annað en “ferfalt húrra fyrir Brján!” Þannig að best er sennilega að ávarpa þig. Þannig að:

Kæri Bjarni,

Skrifin mín áttu náttúrulega að vera skot sem átti viljandi að fara langt yfir markið en mér sýnist á öllu að boltinn hafi hafnað í stönginni og síðan inn svo ég noti nú líkingamál úr fótboltanum sem þú þekkir svo vel. Sem sagt: Miðað við þessi ótrúlega morgunfúlu viðbrögð mætti halda að ég hafi haft rétt fyrir mér í einu og öllu og ég trúi því nú ekki einu sinni sjálfur.

Þú veist nefnilega vel, Bjarni minn, að þú ert engin fyllibytta eða wannabe poppstjarna í Reykjavík (og seint telst þú málglaður) og þess vegna skil ég ekki af hverju þú gast ekki gert mér það til geðs að hlæja með mér. Til þess var leikurinn gerður þótt vissulega fylgi öllu gríni nokkur alvara. Og auðvitað réðst ég á Brján og Harmonikkufélagið. Annað hefði verið skrýtið. Maður ræðst ekki á einhverja smælingja þegar manni finnst lífið ósanngjarnt (þótt viðbrögð þín minni óneitanlega á viðbrögð fórnarlambs og/eða smælingja)! Bitrir menn ráðast á hina stóru og óhagganlegu strúktúra í lífinu eins og þú veist.

En.

Mér finnst nú bara ágætt að það hafi fokið í þig. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem ég hef farið í taugarnar á þér og mér finnst það bara hressandi (manstu eftir rifrildinu okkar um ritstjórnarstefnu DV á Celtic Cross um árið?).

Fýlan í þér segir mér að þér þykir vænt um Brján, sem er hið besta mál, en hún segir mér líka að skilin milli þín og Brján eru í besta falli að verða nokkuð óskýr. Ekki tæki ég það persónulega þótt einhver hellti sér yfir Brján með ósvífnari hætti en ég gerði þann 19. mars sl. (verður þessi dagsetning ekki skráð í sögubækur Brján?) þótt ég hafi verið félagi í þessum klúbbi í mörg ár og sat, eins og þú margbendir á, einu sinni í stjórn.

Hvað um það og svona að öllu gríni slepptu. Sé það ekki á hreinu núna þá þykir mér það í raun og veru leitt hafi ég sært þig. Það var ekki ætlunin. Ætlunin var að skemmta þér og það mistókst. Prakkaraskapur endar jú stundum þannig.

Og fyrst við erum komnir að alvöru málsins vil ég segja þetta:

Ég svara þessu bréfi þínu einungis vegna þess að þú, minn gamli vinur, skrifaðir það. Og við þig þori ég alveg að segja að mér finnst hlutverk Brján í poppsögu Norðfjarðar stórlega ofmetið - þess vegna á félagið ekki að fá alla þessa peninga árlega. Sú merkilega saga (nú hlæja þeir sem ekki eru fæddir og uppaldir á Norðfirði) er knúin áfram af strákum og stelpum sem hafa haft lifandi áhuga á tónlist og eytt megninu af sínum vasapeningum í plötukaup hjá Höskuldi, í Nesbæ og í Tónspili (svo maður tali nú ekki um strákana sem hlustuðu á Bítlana með hjálp langbylgjunnar í gamla daga). Slíkur áhugi hefur nákvæmlega ekkert með fyrirbæri eins og Brján að gera. Nákvæmlega ekkert. Fyrirbærið í þessu tilliti er afleiðing en ekki orsök.

En ég vil ekki fara nánar útí þessa sálma hér, Bjarni minn, enda er bréfið til þín en ekki Brján. Ég er hinsvegar alveg til í ræða Brján á öðrum vettvangi. Til dæmis á Celtic Cross um næstu helgi.

Þinn vinur,

Jón Knútur.

ES. Ég legg til að við prentum bréfin okkar út og svo getum við fengið Huga til að lesa valda kafla úr þeim næst þegar við fáum okkur í glas. Um hvert atriði getum við svo diskúterað í nánari díteil.

EES. Þetta með “aldrei fór ég suður-sjálfshjálparhópinn” var sérhannað. Hvað mér fannst þetta fyndið! Ég hreinlega veltist um af hlátri þegar ég “fattaði upp á þessu” eins og börnin segja.

Fært undir Óflokkað.

26 ummæli við “Opið bréf til Bjarna”

 1. Jón Hilmar ritaði:

  Það er sniðugt að fylgjast með þessum umræðum á síðunni og magnað að ég sé farin að semiblogga þar sem ég hef aldrei áður skrifað á netið. Það er líka ótrúlegt hvað tónlistarmenn hafa oft rifist við hvorn annan og man ég sérstaklega eftir einu sem var á milli tveggja mætra manna. Rifrildið snérist um það hvor hefði lagt meira til tónlistarlífs í bænum og endaði þetta með því að glösum var fórnað í vegg baksviðs í Egilsbúð. Ég helda að báðir hafi þeir eitt peningunum sínum í Tónspil og báðir verið í BRJÁN.
  Til að ljúka þessu bloggi mínu vil ég minna á tónleika í Egilsbúð í kvöld þar sem fjöldi tónlistarmanna af Austurlandi ætla að legga lóð sín á vogaskálarnar til að glæða smá lífi í tilveruna. Engin býr fyrir sunnan af þeim sem koma fram en ég vona nú samt að þetta verði skemmtilegt þrátt fyrir það;-)

  ES Við skulum ekki ræða þetta þegar við fáum okkur í glas.

  Ess Ég er nú sennilega eini virki félagi Fjárglæfrahópsinns sem aldrei fór suður. Fyndið ekki satt.

 2. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Þú veist jafn vel og ég, Jón minn, að þetta verður rætt næst þegar við fáum okkur í glas. Og hver veit nema glösum verði fórnað. Við skulum því ekki vera heima hjá þér…

 3. Bjarni Freyr Ágústsson ritaði:

  ég hlakka til næsta fundar á celtic cross, er búinn að skrá mig í einkaþjálfun í boxi til að geta úkljáð málið ef ég verð rökþrota

 4. Jón Hilmar ritaði:

  Félagar! Það sem þessi fyrstu kynni mín af bloggi hafa bara verið svolítið skemmtileg - það er nefnilega svo gaman að vinna. Þá hef ég ákveðið að gerast skærubloggari. Já Skærubloggai. Ég mun fara á bloggsíður ýmissa manna sem ég hef aldrei séð og ætla ekkert að lesa bloggi þeirra, heldur blogga í þessa ummælissdálka. Til þess að flokkast sem Skærubloggari má viðkomandi ekki hafa tölvukunnáttu til þess að búa til sína eigin síðu, má ekki eiga síðu, má ekki kúka á netinu(austurlandid.is ofl) og þarf að uhhh.. já skrifa með litlum stöfum og verður það gert eftirleiðis. þú jón knútur hefur hlotið þann glæsilega heiður að vera sá fyrsti sem verður fyrir skærubloggi!!!!!!!

  es ef þú kemur í kvöld þá býð ég þér persónulega því það fylgir bjórglas með miðanum sem ég vil ekki fá í hausinn.

 5. Valdi ritaði:

  Áfram Ósýnilegi maðurinn!!

 6. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Takk, Jón. Þá máttu heldur ekki gleyma því að vera Anonymous héreftir.

  Ég þakka gott boð en ég kemst ekki. Við Héraðsmenn erum að fara á myndlistarsýningu í kvöld.

 7. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Hvað varstu annars að vinna? Vískíflösku í veðmáli? Ertu kannski bara að vinna svona almennt í lífinu? Eða situr þú niðrí skóla við kennslustörf…?

 8. Fjalar ritaði:

  Ég krefst þess að vera með í næsta hitting þegar þú kemur suður.

 9. Einar Solheim ritaði:

  Kæru vinir,

  Aldrei var ég í stjórn Brján og hef lítið komið fram fyrir þeirra hönd. Þekki þó auðvitað prýðilega til og lít því á mig sem óhlutdrægan og sanngjarnan og öfgalausan dómara.

  Eftirfarandi dómur er nú fallinn:
  Jón Knútur er í þessu máli algjörlega úti á þekju og er hér með dæmdur til trommuleiks í næstu 3 rokkshowum. Þóknunarlaust.

  Bjarna eru dæmdar 5 róandi töflur í skaðabætur og Jón Hilmar fær óskarinn fyrir “óvæntustu uppákomuna” með því að hafa ekki hakkað skoðanir JónK í spað og sagt eitthvað ótrúlega óviðeigandi og særandi (einst og t.d. “Þú ert fífl”).

  Áður en “Fjarðabyggð” kom til sögunnar gerðist ekki margt að viti á Neskaupstað (þá er ég sem sagt að tala um pre-álvers-samstöðu). Að mínu mati er nokkurn veginn það eina sem stendur upp úr er öflugt tónlistarlíf. Þetta tónlistarlíf er rómað um land allt, og er Jón Ólafsson til vitnis um það sbr. ummæli hanns í þætti sínum fyrir nokkru. Heiðurinn á þessu er vissulega eitthvað skiptur og ljóst er að öflugur tónskóli hefur skilað sínu. Mörg bæjarfélög hafa hins vegar hina sæmilegustu tónskóla. Það sem þau hafa ekki hins vegar er BRJÁN.

  Þegar BRJÁN kom til sögunnar vor loks kominn á skipulagður félagsskapur utan um tónlistar”líf” norðfirðinga. Með sama hætti og leikfélag skapar ekki leikara, þá skapaði BRJÁN e.t.v. ekki tónlistarmenn. En hefði brján ekki komið til, þá hefði ekki skapast þessi ágæta aðstæða til tónlistarflutnings og æfinga. Það er mikið afrek því að á ákveðnum aldri, þá hætta menn að láta bjóða sér að æfa í beitningarskúrum - þó svo að þeir bjóða vissulega upp á hinar ýmsu aðstæður til að míga á alla mögulega hluti. Þó svo að brján hefði EKKERT annað gert en að koma yfir sig þaki og halda þessar árlegu rokkveislur, þá hefði það samt réttlætt veglegan styrk úr sjóðum almennings. Þessar veislur eru mikið þrekvirki og færðu annars viðburðasnauðu samfélagi mikinn ávinning. (ath. Vek athygli á að ég sagði FÆRÐU, en margt gæti auðvitað hafa breyst síðan ég bjó fyrir austan).

  Ótal flytjenda hafa tekið sín fyrstu skref á sviði fyrir tilstilli Brján (eða fyrirrennara þess - enda Brján þannig séð til nokkuð löngu áður en samtökin voru formlega stofnuð). Brján hefur þannig boðið þáttakendum í starfi sínu upp á afþreyingu - og/eða tækifæri til að sinna áhugamáli sínu í frítíma sínum. Það má heldur ekki gleyma að á bakvið hvern einstakling sem kemur fram á vegum Brján er fjölskylda og vinir sem allir verða fyrir áhrifum af starfseminni. Brján er því ekki aðeins að skapa menningu, heldur á móta samfélagið í heild. Og nú held ég að ég hætti áður en ég fer að verða of háfleygur.

  Bottom line er væntanlega að ég vona að allar fjárhagslegar þarfir Brján séu uppfylltar áður en opinberir sjóðir hafa efni á því að styrkja bókaútgáfu eins og þína JónK. Mér finnst sú útgáfa reyndar frábært framtak og lofa þér hér með að ég muni kaupa eintak af bókinni. Hvort þau verða fleiri en eitt mun ráðast af gæðum hennar. Einhvernveginn sé ég hins vegar ekki að menningarleg og samfélagsleg áhrif bókarinnar á Fjarðabyggð verði áþreifanleg. Með því að targetera Brján í pistli þínum ertu ekki aðeins að ráðast á meiriháttar (af því að þú vilt ekki ráðast á minniháttar). Þú ert einnig að segja að þú teljir þig eiga að fá styrk á þeirra kostnað. Því miður held ég bara að það séu mjög fáir sammála þér í því, en ég virði við þig baráttuna.

  Að lokum vil ég bara taka undir með Fjalari að verði þetta rætt “live” þá vil ég vera á staðnum :)

  Kv. Einar

 10. Einar Solheim ritaði:

  ps:
  Hins vegar er alveg rétt JónK að Brján er frekar afleiðing en orsök. En það sama má segja um kirkjur, leikhópa, fyrirtæki, hlutabréfasjóði, þjóðir, hljómsveitir, bókaforlag, osfrv. Brján hefur það hlutverk að leiða saman þessa krafta sem vissulega eru til staðar og gera meira úr þessum krafti en annars hefði orðið.

 11. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Æi, góði besti. Þeir tónlistarmenn frá Norðfirði sem mest hafa látið að sér kveða á undanförnum árum (Guðni Finnsson, Einar Ágúst og drengirnir í Súellen) gerðu það að mestu án hjálpar Brján. Ergo: Tónlistarlíf- og áhugi á Norðfirði myndi ekki leggjast á hliðina þótt Brján yrði leyst upp.

  Að Brján þjóni sama hlutverki og leikfélög í litlum plássum er einfaldlega ekki rétt. Á Héraði er t.d. rekið öflugt leikfélag og þeir sem vilja leika ganga í það. Þeir sem vilja skapa tónlist á Norðfirði þurfa ekki að ganga í Brján. Suma langar ekki einu sinni til þess.

  Ég er hinsvegar alveg sammála því öflugur tónskóli hefur sennilega haft talsverð áhrif á líflegt tónlistarlíf Norðfirðinga.

 12. Einar Solheim ritaði:

  Mér sýnist þú halda að meta eigi Brján eftir því hversu vel þeir fúnkera sem útungunarstöð fyrir fólk sem “láta að sér kveða”. Það er bara ekki málið. Að mínu mati er Helgi Bjarka ekki síður mikilvægur fyrir norðfirska tónlistarmenningu en Einar Ágúst. Hversu margir frægir leikarar koma úr öfluga leikfélaginu á Héraði? Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr hlutverki leikfélagsins nái þeir ekki að skila leikara inn á svið þjóðleikhússins á næstu árum.

  Ég er ósammála því að Brján þjóni ekki svipuðu hlutverki og leikfélög. Áhugasamir leikarar geta vel sett upp leikrit án aðkomu leikfélagsins - líkt og hljómsveitir geta starfað án Brján.

  En þú efast um víðtæk áhrif þess að Brján yrði lagt niður. Þau rök duga nú samt skammt sem rökstuðningur fyrir því að þú hefðir frekar átt að fá styrk fyrir bókinni.

  Best væri bara auðvitað að Brján hefðu það sem þeir þurfa og þú fengir líka styrk fyrir bókinni.

 13. Jón Knútur ritaði:

  1. Ungir og efnilegir leikarar á Héraði leita í Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Ungir og efnilegir tónlistarmenn í Neskaupstað leita ekkert sérstaklega í Brján. Þetta er ekki skoðun heldur staðreynd.

  2. Gaman að þú skulir nefna Helga Bjarka. Mig minnir að hann sé genginn úr Brján. Fékk svo lítið að syngja er mér sagt.

  3. Brján er afleiðing lifandi tónlistaráhuga eins og hver önnur hljómsveit, hvort sem hún heitir Síva, Ózón, Súellen, Out Loud eða Smjattpattarnir.

  4. Hættu svo að blanda bókinni minni í þetta. Ég geri enga athugasemd við það að hafa ekki fengið styrk. Menn vildu einfaldlega styrkja eitthvað annað og þannig er það bara. Er maður sjálfkrafa orðinn bitur og öfundsjúkur útí Brján ef maður gerir athugasemdir við sjóðaáskrift þessa fyrirbæris?

  5. Mér er ljóst eftir þessi skrif ykkar Bjarna að Brján er orðið, eða óðum að verða, að heilagri belju. Það er best fyrir alla að slíkum beljum sé slátrað (og Bjarni, ekki taka þetta bókstaflega. Þetta er ekki morðhótun).

 14. Bjarni Freyr Ágústsson ritaði:

  Takk fyrir að láta mig vita ég skal framvegis passa mig á að taka aldrei mark á neinu sem þú skrifar.
  Eitt í lokin ungir söngvarar hafa löngum leitað í að syngja á viðburðum Brján. Staðreynd ekki skoðun.

 15. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Jæja strákar. Nú er klukkan hálf tólf á sunnudagskvöldi og rétt að ljúka þessari vitleysu. Ég held að það sé rétt hjá þér, Bjarni minn, að þú hættir að taka mark á mér og ekki erfi ég það við þig. Við gröfum stríðsöxina á Celtic Cross næsta föstudagskvöld með köldum Guinness. Ég býð og það er staðreynd. Ekki skoðun.

  Ég legg til að þessi mál verði ekki rædd frekar. Ég þekki mig og ykkur vel og veit að það mun enginn skipta um skoðun.

 16. Helgi Seljan ritaði:

  Ég er hvorki hlutlaus né hef ég nokkuð vit á Brján.

  Ég hef hins vegar tapað í hljómsveitakeppni oftar en einu sinni fyrir vel greiddum Norðfirðingum.

  Mæti líka á Celtic Cross, en held mig á kantinum með bassafantinum ef Bjarni frændi skildi ráðast á Jón Knút - hann hefur nefnilega líka sætt tapi fyrir ykkur Norðfirðingum.

  Fuck stríðsaxargröft; sláist frekar upp á þetta eins og fullorðnir menn.

  Hvernig er það annars frændur og sveitungar; er Jón Björn ekki ennþá kynnir þarna hjá Brján?

  Og eitt enn: Gummi Gísla sagði mér um helgina að hann væri á leið í búðir með sólóplötu. Skora á menn að senda e-mail á Bjarna Ara á Bylgjunni svo hann drullist nú til að spila plötuna. Hann hefur sem kunnugt er ekki verið í hópi SúEllenar-vina hingað til. Svei Látúnsbarkanum.

 17. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Reyðfirðingar eru velkomnir á Celtic. Þeir geta t.d. sagt okkur hvernig það var að alast upp í Brján-lausu þorpi. Var það ekki nöturlegt?

  Jón Björn getur svarað þér sjálfur. Hann er dyggur lesandi síðunnar.

 18. Jón Hilmar ritaði:

  Þessi upptalning fyrir ofan..(svar við einari)
  1. Rugl- ungar hljómsveitir reiða sig á aðstöðu og græjur sem BRJÁN útvegar. Þú reyndar líka ef ég man rétt.
  2. Rugl- Helgi Bjarka er gildur limur sem fyrr!! Þú ert hættur hjá DV er það ekki.
  3. Auðvitað er BRJÁN tónlistarfélag sem verður til af tónlistaráhuga en ekki hvað??
  4. Hverjir eiga að fá styrki og hverjir ekki. Eru nú ekki fleiri sem eru búnir að fá styrki nokkrum sinnum?
  5. Beljur eða kýr. Þú ert óskiljanlega svektur yfir þessum félagsskap og ég skil bara ekki þessa gríðarlegu gremju.

  Harmonikkufélagið komm on.

  Þetta er nú meiri vitleysan. Við eigum nú frekar að setjast niður og pæla í melodíum eða góðum breikum og spóla til baka á flottu kaflana heldur en að standa í þessari vitleysu.
  (svo ekki svara þessu:-)

 19. Jón Knútur ritaði:

  Sko! Djók. Ég er hættur.

  Ég er ekkert gramur, drengur. Mér finnst bara gaman að rífast við ykkur.

 20. Gunnar ritaði:

  Mikið er nú gaman að lesa um allt þetta í sambandi við Brján og tónlistarlífið á Norðfirði.Vil bara benda mönnum á það að eftir þessi svokölluðu Rokksjóv,(vona samt að engin verði fúll yfir þessari lesningu)þá man ég ekki betur en að margir djömmuðu langt frameftir morgni,hvort sem það var nú í Blúskjallaranum eða þá í heimahúsi einhvers Brjáns-félaga.Svo ég veit nú ekkert hvort það eigi nú að tala um fyllerísklúbb eða eitthvað á svipuðum nótum,látum það liggja á milli hluta.Af hverju skrifar þú ekki bók um tónlistarlífið á Norðfirði frá upphafi Jón Knútur? Reyndi fyrir einhverjum árum að mana Pjétur St.Arason til að gera það,því eitthvað var hann að skrifa í

 21. Gunnar ritaði:

  Mikið er nú gaman að lesa um allt þetta í sambandi við Brján og tónlistarlífið á Norðfirði.Vil bara benda mönnum á það að eftir þessi svokölluðu Rokksjóv,(vona samt að engin verði fúll yfir þessari lesningu)þá man ég ekki betur en að margir djömmuðu langt frameftir morgni,hvort sem það var nú í Blúskjallaranum eða þá í heimahúsi einhvers Brjáns-félaga.Svo ég veit nú ekkert hvort það eigi nú að tala um fyllerísklúbb eða eitthvað á svipuðum nótum,látum það liggja á milli hluta.Af hverju skrifar þú ekki bók um tónlistarlífið á Norðfirði frá upphafi Jón Knútur? Reyndi fyrir einhverjum árum að mana Pjétur St.Arason til að gera það,því eitthvað var hann að skrifa í jólablað Austurlands á sínum tíma um hljómsveitir.En hann hefur ekki tekið þessari áskorun minni enn,því miður.En hafðu það gott Jón vertu blessaður.

 22. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Takk fyrir innlitið, Gunnar! Ég vissi að þetta var rétt hjá með fyllerísklúbbinn…

 23. Valdi ritaði:

  ÆÆÆÆÆ Jón Knútur, Kæri vinur þér hlítur að vera íllt í rassinum, Þú hefur allavega verið tekinn Mjög harkalega í Endaþarminn. Minn kæri vinur. Væri ekki frekar að þú játaðir þessa Gígantísku Öfund og minnimátar í garð okkar allra sem Stöndum á bakvið og erum í Brján.

  1 skill ég ekki. Ef þú endilega vilt skíta yfir eitthvað því skítur þú ekki yfir Héraðsmenn eins og okkur þú skítur yfir alla þá vinnu sem að menn hafa lagt á sig í mörg ár og oftast nær ekkert borgað. Og þá sértaklega Þeir Tónskólamenn, Sem ætti að titla sem Hetjur!. Þú ert kannski hræddur við að drulla yfir Þessa héraðsmenn, Þú ætti kannski að hrauna yfir Leikfélagið þarna. Eða bara kingja þeim stóra bita að það er ekki allt í lagi hjá þér með þessa heift. Vona að þér sárni ekki skrif mín, En svona lítur þetta út frá mínum bæjardyrum Kæri Jón.

  Kveðja Þorvaldur Einarsson
  Brján Meðlimur og áhugamaður um tónlist.

 24. Jón Knútur ritaði:

  takk, valdi. ég er samt sammála gunnari. brján er fyllerísklúbbur. dúkkulísur rúla!

 25. Villi Harðar ritaði:

  kvitt

 26. Hlynur Ben ritaði:

  Strákar!
  Stríð, hungursneyð, Ómar Ragnarson í framboði; Heimurinn er á hvolfi og ég verð að geta reitt mig á að fólk hafi vit á að taka ekki of mikið mark á hvort öðru því annars er ekkert gaman af þessu.
  Sjáumst allir hressir á Celtic og förum að rífast um hverjir séu “betri” The Beatles eða Beach Boys

  Ég sakna ykkar allra

  kv. Hlynsi