Rednekkar á Héraði

Ég fór á þetta um helgina. Ég játa það fúslega að langoftast skil ég ekki “listræna” list, sérstaklega þegar hún hefur yfir sér einhvers konar meðvitaða áru eigin mikilvægis - er ætlað segja svo, svo, svo mikið og merkilegt en tekur sjálfa sig svo hátíðlega um leið að maður getur ekki varist hlátri. Þessi listaverk á 700.is eru svo gjörsneydd húmor að það er fyndið. Já, eða kannski bara vandræðalegt - þ.e. fyrir mig. Á þessum póstmódernísku tímum, þegar manni finnst ekkert heilagt lengur (ekki einu sinni Brján), fer maður nefnilega hjá sér þegar einhverjum er svona mikið niðri fyrir.

En.

Ég skal játa það fúslega að langoftast skil ég ekki “listræna” list. Það segir hinsvegar meira um mig en listina. Kannski átti þetta bara að vera fyndið. Kannski átti maður að fara hjá sér. Og kannski er ég bara kaldhæðinn þrjótur.

Sýningin heitir 700.is og maður skildi ætla að þarna ætluðu að listamennirnir að eiga eitthvað samtal við Austfirðinga en svo var ekki. Þetta er bara tilvísun í sýningarstaðinn.

Mikið vildi ég nú einu sinni fara á listasýningu á Austurlandi þar sem listamennirnir fást við austfirskan samtíma. Það þyrfti ekki að vera neitt voðalega róttækt og kritikal. Bara Austurland í einhverri nýrri og óvenjulegri birtu. Á 700.is líður manni soldið eins og maður sé að lesa austfirskt héraðsfréttablað sem fjallar að mestu um innanríkismál í Þýskalandi.

Annars var bara fínt á þessari opnun. Ég drakk mig svona semí-fullan og hafði það bara næs. Keli bróðir gekk um hálf smeykur um að einhver tæki eftir því að honum fyndist þetta leiðinlegt og Esther hristi hausinn yfir þessari vitleysu. Saman erum við rednekkar á Héraði.

Ég hef gert talsvert af því að horfa á vídjó upp á síðkastið. Í gær horfði ég nýju Bond og ég er eiginlega enn hálfpartinn í sjokki. Þvílík ræma! Besta Bond-myndin frá upphafi. Punktur.

Sá líka Fright night um daginn en hana stendur til að endurgera með George Clooney í hlutverki vampírunnar Jerry Dandridge. Hún var skemmtileg en ég sá hana fyrst í ellefu ára afmælinu mínu árið 1986. Sá sem lék Evil Ed endaði í hommakláminu. Hann er költ fenómenón í dag. Vissuð þið það?

Besta línan: “You’re so cool, Brewster!”

Fært undir Óflokkað.

7 ummæli við “Rednekkar á Héraði”

 1. Stefán Arason ritaði:

  Listasýningar eru, eins og svo margt annað, misjafnar.

  Maður á aldrei að pæla í hvað listamaðurinn hefur að segja með list sinni, fyrr en þú hefur komist að því hvað listaverkið segir þér.

  Við gleymum okkur of oft í pælingum einsog hvað Beethoven var að meina með stefinu í sinni 5. (da-da-da-daaa!) eða hvað Kjarval var að meina með dansandi álfafólki ofan á íslenskum fjöllum, eða hvað Laxness var nú eiginlega að meina með Sölku Völku. En þetta skiptir engu máli. Maður á að geta notið listaverks án þess “að fatta það”. En ef maður svo “fattar það”, þá er það voða gaman líka, en þú getur alveg eins fengið þér soduko ef þú vilt “fatta” eitthvað.
  Þér getur þótt pylsa með öllu góð, en þú þarft ekki að vita (og vilt ekki vita) hvaða hráefni eru í pylsunni, né að pæla of mikið í því hversu perfekt hlutfallið á milli tómatsósu og remúlaði eiginlega er á henni.

  Ég mæli með því að þú farir aftur á sýninguna, og nú án fordóma og Sherlock Holmes stækkunarglersins, og reynir að njóta listarinnar.
  Ef þér finnst hún aftur hundleiðinleg og tilgerðarleg, þá varstu bara óheppinn í þetta skiptið :-)

 2. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Jájá, það er varla hægt að vera ósammála þessu. Þetta er allt spurning um túlkun og blablabla. En það breytir því ekki að ég vil meira af sýningum eystra þar sem menn fást við samfélagið hér.

  Einu sinni setti t.d. Leikfélag Reyðarfjarðar upp frumsamda sýningu sem fjallaði um stóriðjudeiluna. Mér fannst leikritið leiðinlegt en framtakið var gott. Tveir strákar á Reyðarfirði gerðu mynd um stóriðjudeiluna sem sýnd var á dögunum í bíó. Myndin var fín og framtakið enn betra. Ég vil meira svona. Minna af einhverju intróspektívu rúnki. Ég meina, annars gætu menn bara bloggað eða sungið játningatónlist, ha? Og það er af nógu að taka. Það má tala um ýmislegt annað en stóriðju.

  ES. Sá bréfið frá þér áðan…svara á eftir.

 3. Steinunn Þóra ritaði:

  Eruð þið Keli og Esther ekki rednekkar hvar sem þið farið?

 4. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Hehe, jú, örugglega. Ég get flutt frá þorpinu en þorpið flytur aldrei frá mér. Áttu ekki við það annars?

 5. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Já, og fyrst maður er rednekki á Héraði þá hlýtur maður að vera það alls staðar…

 6. Stefán Arason ritaði:

  Hmm…eða hárlitur…

 7. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Já, eða það. Mögnuð þessi túlkunarfræði…