Er að fylla út umsókn…

…í Evrópusambandssjóð. Ég er orðinn ótrúlega sjóaður í að sækja um styrki en ég fæ aldrei neitt eins og þið vitið.

En athyglisgáfan er engin í dag, ekki frekar en í gær, og hér sit ég núna með lappir uppá borði, hlusta á At war with the mystics með Flaming lips og les nýjasta tölublað Rolling stone. Hef það býsna notalegt.

Platan með Lips er tormelt og ég greip hana ekki fyrr en einhvern tímann um daginn þótt ég hafi hlustað mikið á hana síðasta sumar. Hún átti auðvitað að vera á topp fimm listanum mínum fyrir árið 2006 og þangað hefði hún ratað hefði ég frestað gerð hans um mánuð. Hún minnir á gullaldarplötur Pink Floyd (Dark side, Wish you were here og Animals) en það er léttara yfir henni. Þetta er sannkölluð sumarplata.

Ég er nýorðinn áskrifandi af RS. Mig langaði til að breyta til og fá mér áskrift af bandarísku mússíktímariti. Hef keypt breska blaðið Uncut í mörg ár en ákvað að gefa því hvíld þegar ég sá Bítlana á forsíðunni í janúar enn einu sinni. Ég þarf ekki að vita svona mikið um Bítlana. Ef útí það er farið þarf enginn að vita svona mikið um Bítlana.

Í gamla daga var RS helsta vígi gonzóblaðamennskunnar þar sem ritstjórnin fylgdi einskonar “anything goes” stefnu (Nixon var kallaður ófreskja reglulega). Allt var leyfilegt. Lesendur gamla RS urðu svo síðar höfundar The Simpsons. Í dag virðist þetta vera fremur kurteist, lite-vinstrisinnað og pólitískt rétthugsandi popp, lífstíls og þjóðmálatímarit. Skrifin minna mig á köflum á hið alvörugefna Reykjavík Grapevine en líkt og RG er RS blað kaldhæðinna hipstera sem vita hvað klukkan slær í pólitík, menningu og … ehhh … ferðalögum. Húmorinn er samt full Chandler Bing-ískur (vísa í Wikipedíu fyrir pabba minn sem er blessunarlega laus við að kunna deili á Chandler Bing) fyrir minn smekk, alltof mikil læti, alltof mikill rembingur. Þetta eru jú Kanar og þeir kalla þetta kaldhæðni. Ranglega. Ég hvíli Uncut í ár. Ekki lengur.

Fært undir Óflokkað.

4 ummæli við “Er að fylla út umsókn…”

 1. Jóhanna ritaði:

  Af hverju ertu svona súr út í hann Chandler minn?

 2. Jón Knútur ritaði:

  Æi, alltof mikil læti, alltof mikill rembingur. En Jóhanna, þetta er ekkert persónulegt gegn þér…

 3. Jóhanna ritaði:

  Nei ég veit, en maður verður nú að passa upp á sitt fólk;)

 4. Gummi R ritaði:

  Kæri Knútur!
  Mín reynsla af styrkjaumsóknum er sú að þú sækir um í 10 sjóði og ert góður ef þeir svara… og enn betri ef 1 af þeim sýnir þér vægð.
  Ekki gefast upp. Trúbadorahátíðin fékk nánast alls staðar nei fyrsta árið en þá bretti maður bara upp ermar og tvíefldist í andstöðunni. Gangi þér vel!
  Gummi