Evrópusambandið og ég

Þriðji dagurinn. Ég horfi útum gluggann. Það er sól. Og blíða.

Ég sit inni og fylli út eyðublöð. Ég er náttúrulega ekki sá eini sem fyllir uppí eyður á þessu guðsvolaða Austurlandi. Valdi vinur minn fyllir t.d. uppí tannskemmdir og Björgvin Valur kennir í grunnskólanum. Afsakið fimmaurabrandarann.

Ef Dauðinn ákveddi að heilsa upp á ungan mann eins og mig í dag hefði hann ekkert að taka með sér heim. Hann gæti alveg eins tekið fársjúkan gamlingja. Hann myndi því skilja mig eftir og finna sér einhvern annan til að taka með sér. Einhvern stútfullan af ungmennafélagsanda þannig að það stórsér á lífinu við brotthvarfið.

Stundum vill hann sjá árangur. Eðlilega. Dauðinn er bara mannlegur.

Hvaða sjálfsvorkunn er þetta? Hvaða svartagallsraus er þetta í miðri Endurreisninni? Þið spyrjið. Réttilega.

Ó, mig langar í bjór! Og vindil!

Fært undir Óflokkað.

5 ummæli við “Evrópusambandið og ég”

 1. Eg. ritaði:

  Láttu bara bjórinn og vindilinn eftir þér og hættu þessu væli. Fullhraustur ungur maðurinn. Ég var líka að fylla út eyðublöð. Sótti um kúrs í færeysku í Færeyska Fróðskapasetrinu og um styrk til NATA. Ætli ég sitji svo ekki með krossalgða fingur út apríl!

 2. Jón Knútur Ásmundsson ritaði:

  Amen! Hikk!

 3. Siggi Óla ritaði:

  Skál elsku vinur….Við verðum að fara að hittast…..og drekka bjór og reykja vindla, ræða tilgang lífsins og komast enn og aftur að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að komast að neinni niðurstöðu.

 4. Orri ritaði:

  Siggi! Það er löngu búið að fá niðurstöðu í þetta. Tilvitnun hefst:

  “Try to be nice to people, avoid eating fat, read a good book every now and then, get some walking in, and try to live in harmony with people of all creeds and nations.”

  - Monty Python, The Meaning of Life.

 5. Jón Hafliði ritaði:

  var það ekki 42?