Restless farewell

Ég stend á tímamótum. Ég er kominn í nýja vinnu og búinn að kaupa mér grill.

Ég ætla að nota tækifærið og hrinda í framkvæmd svolitlu sem má eiginlega ekki bíða mikið lengur: Ég tilkynni hér með að ég er hættur að blogga.

Áhugi minn á bloggi (á skrifum og lestri þess) minnkar á sama hraða og dagurinn lengist og dagurinn lengist ansi hratt þessa dagana. Blogg er nefnilega vetrarsport og fátt er hallærislegra en brun í gervisnjó. Ég er ekki hallærislegur. Þannig að …

Ég hef hugsað mér að byrja aftur síðsumars en þá sem netvarpari (hvernig þýðir maður annars podcasting?) á Rauðhausum punktur com sem Esther er hægt og rólega að kalla fram með stafrænum töfrabrögðum. Hún er galdranorn. Hún er rauðhærð. Hún er væntanleg heim eftir níu tíma.

Ég þakka lesturinn. Við hittumst í raunheimum.

Fært undir Óflokkað.

9 ummæli við “Restless farewell”

 1. Eg. ritaði:

  Takk fyrir alla skemmtunina. Ég get alveg tekið undir það að blogg er vetraríþrótt, sjálf er ég hundleið á að blogga og þá er andinn ekki reiðubúinn. Hvaða nýju vinnu ert þú kominn í. Hafa umsóknirnar í þennann eða hinn styrkinn einhverju skilað? Elma

 2. Einar Solheim ritaði:

  :(

 3. Stefán Arason ritaði:

  Til hamingju með vinnuna, grillið og aðrar mikilvægar ákvarðanir. Þíns verður saknað í netluheimum, en ég býð spenntur eftir “potsköstunum”, sem öðrum hugverkum þínum.

  Sjáumst!

 4. Umbi ritaði:

  Viðurkenndu það bara, þú hefur ekkert að segja.

  Þá er betra að þegja.

 5. Ingþór ritaði:

  Til hamingju með grillið.

 6. Siggi Óla ritaði:

  Blogg er “cathartic activity”. Þegar maður hefur lítinn skít að hreinsa úr sálinni þá hefur maður lítinn áhuga á að blogga.

  Hlakka til að hitta þig í raunheimum………..

 7. Hilmar Garðars ritaði:

  Ég þakka þér fyrir frábæra síðu og hlakka til þegar að þú byrjar aftur Sem verður vonandi fljótlega.því vonandi er það eins með bloggara eins og eagels sungu um heróinið You can checkout any time you like,
  but you can never leave.

 8. Páll Ásgeir ritaði:

  Þetta er kallað að vera smáborgari. Velkominn í hópinn.

 9. kata ritaði:

  hvaða vinnu, hvaða vinnu?

« Laugar

Sinead »